Lögreglumaðurinn niðurbrotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 14:22 Bróðir Gabriele Sandri var óhuggandi í gær. Nordic Photos / AFP Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða. Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða.
Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira