Viðskipti erlent

Yfirráð Google á vefnum yfirfærast ekki á farsíma

Yfirráð Google yfir vefnum munu ekki yfirfærast á farsímamarkaðinn. Þetta segir John Forsyth forstöðumaður Symbian, sem hannaði það stýrikerfi sem knýr flesta farsíma í heiminum. Google skorti reynslu.

Google hefur myndað bandalag með 33 fyrirtækjum til að þróa vefforrit fyrir farsíma sem gengur undir nafninu Android.

Simon Ainslie yfirmaður Nokia í Bretlandi segir fyrirtækið eiga í viðræðum við Google um að nota Android. Hann bætti við að Nokia væri þó ánægt með samstarfið við Symbian; "Það er mest notaða stýrikerfi í heimi. Það er ekki auðvelt að koma upp með stýrkierfi sem virkar á farsímum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×