Fótbolti

Reggina nálægt því að vinna fyrsta leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Reggina í dag.
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Reggina í dag. Nordic Photos / AFP

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Reggina sem gerði 1-1 jafntefli við Napoli á útivelli í dag. Liðið er í botnsæti deildarinnar og á enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur.

Luca Vigiani kom Reggina yfir á 54. mínútu en leikmenn Napoli jöfnuðu svo metin á lokamínútu leiksins. Ezequil Ivan Lavezzi var þar að verki.

Napoli fékk reyndar vítaspyrnu á 77. mínútu en Emanuele Calaio brenndi af spyrnunni.

Af þeim sjö leikjum sem fóru fram í dag lauk þeim öllum með jafntefli nema tveimur.

Roma gerði 2-2 jafntefli við Empoli og tókst því ekki að tryggja sér annað sæti deildarinnar. Liðið er þess í stað í því þriðja með 22 stig, einu stigi á eftir Fiorentina.

Stórleikur helgarinnar verður þegar Juventus og Inter mætast í kvöld.

Úrslit úr öðrum leikjum:

Cagliari-Sampdoria 0-3

Catania-Atalanta 1-2

Genoa-Palermo 3-3

Livorno-Udinese 0-0

Parma-Siena 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×