Körfubolti

Jón Arnór enn og aftur með góðan leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig fyrir Roma í dag.
Jón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig fyrir Roma í dag. Nordic Photos / AFP

Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur hjá Lottomatica Roma sem vann 85-81 sigur á Benetton Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Arnór var ekki í byrjunarliðinu en lék engu að síður í 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann fjórtán stig. Hann hitti úr eina tveggja stiga skoti sínu en úr tveimur af sex þriggja stiga skotunum sínum.

Hann nýtti svo öll vítaköstin sín og tók samtals fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Jón Arnór var einn besti leikmaður Roma í dag því Roma skoraði fimmtán stigum meira en andstæðingurinn þann tíma sem hann var inn á vellinum.

Hann var sérstaklega öflugur undir lok leiksins sen hann skoraði sex af síðustu átta stigum liðsins, öll af vítalínunni.

Staðan var jöfn seint í þriðja leikhluta, 72-72, en Roma var betri á lokasprettinum.

Lottomatica Roma er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×