Kristján Örn Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem verða hvíldir í lokaleik Brann í norsku deildinni en liðið mætir Tromsö á útivelli um helgina.
Markaskorarinn Thorstein Helstad verður einnig hvíldur en Brann mætir Rennes í Evrópukeppni félagsliða í næstu viku.
Brann tapaði fyrir Hamburg á heimavelli í fyrstu umferð D-riðils, 1-0. Rennes tapaði með sama mun fyrir Basel frá Sviss á útivelli.