Alonso staðfestir viðskilnaðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:31 Fernando Alonso er hættur hjá McLaren. Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren. Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren.
Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira