Eddutilnefningar 2007: Leikið sjónvarpsefni ársins
Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
NÆTURVAKTINÞáttaröð með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlutverkum. Sögusviðið er næturvakt á ónefndri bensínstöð í borginni þar sem standa vaktina þrír gerólíkir náungar sem seint munu eiga skap saman.
Leikstjóri - Ragnar Bragason.
Framleiðslufyrirtæki - Sagafilm. Framleiðendur Magnús Viðar Sigurðsson, Þór Freysson og Harpa Elísa Þórsdóttir.
Sýnt á Stöð 2.
SIGTIÐ ÁN FRÍMANNS GUNNARSSONAR Eftir að Frímann glopraði sjónvarpsþættinum út úr höndunum í fyrri seríunni þarf hann nú að finna sér eitthvað nýtt að gera. Hann skrifar bók, setur upp leikrit, passar börn, fer með Listalestinni út um allt land, lendir í ástarsambandi, kennir í Háskólanum, veikist alvarlega og margt fleira.
Leikstjóri - Ragnar Hansson
Framleiðslufyrirtæki - Sigtið ehf. fyrir Skjáeinn. Framleiðendur - Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og Ragnar Hansson.
Sýnt á Skjáeinum.
STELPURNARStelpurnar er gamanþáttur þar sem margar skrautlegar persónur koma við sögu. Má þar nefna blammeringakonuna, bresku fjölskylduna, Hemma hóru, ofurkonuna og hótelsöngkonuna. Á meðal leikenda eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson.
Leikstjóri - Óskar Jónasson.
Leikstjóri - Sævar Guðmundsson. Framleiðslufyrirtæki - Sagafilm. Framleiðendur - Magnús Viðar Sigurðsson, Þór Freysson og Harpa Elísa Þórsdóttir.