Innlent

Auglýst eftir lögbroti

Guðjón Helgason skrifar
Auglýst eftir svartri vinnu.
Auglýst eftir svartri vinnu. MYND/Stöð 2 úr Mbl

Karlmaður í atvinnuleit fer ekki leynt með ætlun sína að brjóta gegn skattalögum í blaðaauglýsingu í dag. Hann óskar eftir svartri vinnu.

Í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins í dag auglýsir karlmaður eftir hlutastarfi. Hann óskar eftir svokallaðri svartri vinnu - sem felur í sér að greidd laun verði ekki gefin upp til skatts. Maðurinn segist tæknimenntaður á rafeinda- og tölvusviði en þó komi margt annað til greina enda hafi hann mjög víðtæka reynslu. Vinnutíminn er svo sagður samkomulag. Áhugasamir eru svo beðnir um að senda póst til auglýsingadeildar Morgunblaðsins eða á sérstakt póstfang hjá Mbl.

Svört vinna svokölluð er skýrt lögbrot eins og flestir vita og því vekur það nokkra furðu að auglýst sé með þessum hætti. Svört atvinnustarfsemi hefur verið vandamál hér á landi sem og annars staðar um langt skeið. Reynt hefur verið að stemma stigu við þessu og meðal annars skipaði fjármálaráðherra starfshópu árið 2002 sem falið var að meta umfang skattsvika á Íslandi.

Ekki þarf að koma á óvart að erfiðlega hafi gengið að stemma stigu við þessu þegar horft er til þess að kannanir hafa leitt í ljós að meirhluti Íslendinga myndu þyggja launagreiðslur sem ekki væri tekinn skattur af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×