Ólöglegt niðurhal stöðvað 23. október 2007 11:30 MYND/Getty Images Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira