Viðskipti erlent

Sheffield Wednesday bloggarar í vandræðum

Æstir áhangendur breska knattspyrnuliðsins Sheffield Wednesday gætu átt yfir höfði sér himinháar sektir vegna ummæla sem féllu á spjallsíðu félagsins. Þar kepptust menn við að hrauna yfir stjórnendur félagsins sem þóttu ekki standa sig sem skyldi við reksturinn.

Fólkið lét ýmislegt misjafnt flakka í skjóli nafnleyndar en nú hefur dómari á Englandi komist að þeirri niðurstöðu að umsjónarmenn síðunnar verði að gefa upp nöfn þeirra sem verst létu á síðunni. Niðurstaða dómarans kemur í kjölfar þess að stjórnendur félagsins kærðu ummælin og sögðu þau ærumeiðandi.

Menn ættu því að fara varlega í því að treysta á að það sem sagt er nafnlaust á netinu gæti þrátt fyrir allt komið í bakið á þeim síðar meir, fari þeir yfir strikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×