Kimi Raikkönen heimsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2007 17:31 Kimi Raikkönen fagnar sigrinum í dag. Fernando Alonso er honum á vinstri hönd. Nordic Photos / AFP Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag. Hann vann keppnina eftir að hafa tekið fram úr félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, eftir lokaviðgerðarhlé sitt. Lewis Hamilton náði aðeins sjöunda sæti eftir mikið klúður í upphafi keppninnar. Fernando Alonso náði þriðja sæti en það dugði ekki til. Felipe Massa var á ráspól í dag en hafnaði í öðru sæti. Lokastaðan í stigakeppni ökumanna var sú að Raikkönen fékk 110 stig, Hamilton 109 stig sem og Alonso. Hamilton og Alonso unnu jafn margar keppnir á árinu en Hamilton varð oftar í öðru sæti og fékk því silfrið í stigakeppninni. Keppnin var annars ævintýralega spennandi. Massa var fyrstur á ráspól, Hamilton annar, Raikkönen þriðji og Alonso fjórði. Hamilton hafði forystu í stigakeppni ökumanna með 107 stig. Alonso var með 103 stig og Raikkönen 100 stig. Strax frá fyrstu sekúndu var spennan gríðarlega mikil. Massa færði sig strax í veg fyrir Hamilton sem varð til þess að Raikkönen komst fram úr Bretanum. Hamilton missti í kjölfarið Alonso fram úr sér og varð svo mikið á að hann læsti bremsunum sínum og missti stjórn á bílnum í andartak. Fyrir vikið datt hann niður í sjöunda sæti. Á sjötta hring tók hann fram úr Heidfeld sem var í sjötta sæti. Eins og staðan var þá (Raikkönen annar, Alonso þriðji) var Hamilton á góðri leið með að verða meistari. En þá missti bíllinn skyndilega afl og Hamilton datt niður í átjánda sæti. Þetta þýddi að Alonso var á leið með að vinna heimsmeistaratitlinn. En ef Raikkönen kæmist fram úr liðsfélaga sínum, Felipe Massa, yrði hann heimsmeistari. Strax voru því getgátur um að Massa myndi hleypa Raikkönen fram úr sér. Hamilton setti allt á fullt og var aðeins örfáa hringi að vinna sig upp í tíunda sæti. Þá tók hann viðgerðarhlé og fékk lítið bensín og mýkstu dekkin. Hann kom út í fjórtánda sæti, vann sig upp um fimm sæti á fimmtán hringjum þar til hann kom aftur inn á viðgerðarsvæðið. Alonso náði að halda sinni stöðu í þriðja sæti keppninnar þrátt fyrir harða keppni við Robert Kubica. Pólverjinn var þó á annarri keppnisáætlun og þó svo að hann hefði tekið fram úr Alonso um miðbik keppninnar kom það ekki að sök á endanum. Massa fór inn í síðasta þjónustuhléið nokkrum hringjum á undan Raikkönen. Finninn reyndi hvað hann gat til að nýta tækifærið og vinna sér inn nægan tíma til að koma sér fram úr Massa. Það gekk upp og náði Raikkönen að koma sér út á brautina á undan Massa eftir sitt þjónustuhlé, þó það hefði staðið tæpt. Þegar þarna var komið var Hamilton í áttunda sæti en átti þó eftir að stoppa einu sinni enn á viðgerðarsvæðinu. Þetta virtist því afar vonlítið því hann hefði þurft að ná fimmta sæti til að tryggja sér titilinn. Hamilton tók sitt lokahlé þegar fjórtán hringir af keppninni og kom hann út í níunda sæti. Hann var reyndar ekki nema nokkrar sekúndur að taka fram úr David Coulthard sem var í áttunda sæti. En það dugði ekki til, samkvæmt stöðunni í keppninni þá hefði sjöunda sætið þurft til að skáka Alonso og fimmta sætið til að komast fram úr Raikkönen og tryggja titilinn. Hamilton náði reyndar að koma sér upp í sjöunda sætið en það dugði ekki til að vinna heimsmeistaratitilinn. Hann náði reyndar þá öðru sætinu í stigakeppni ökuþóra sem fyrr segir. Kimi Raikkönen gaf allt í botn í lokin. Hann ætlaði ekki að gefa neitt eftir síðustu hringina og ók hraðast allra á lokasprettinum. Þeir voru fáir sem reiknuðu með að Raikkönen myndi standa uppi sem sigurvegari en þökk sé hjálp Massa og klúðri Hamilton í dag hirti hann titilinn. Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag. Hann vann keppnina eftir að hafa tekið fram úr félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, eftir lokaviðgerðarhlé sitt. Lewis Hamilton náði aðeins sjöunda sæti eftir mikið klúður í upphafi keppninnar. Fernando Alonso náði þriðja sæti en það dugði ekki til. Felipe Massa var á ráspól í dag en hafnaði í öðru sæti. Lokastaðan í stigakeppni ökumanna var sú að Raikkönen fékk 110 stig, Hamilton 109 stig sem og Alonso. Hamilton og Alonso unnu jafn margar keppnir á árinu en Hamilton varð oftar í öðru sæti og fékk því silfrið í stigakeppninni. Keppnin var annars ævintýralega spennandi. Massa var fyrstur á ráspól, Hamilton annar, Raikkönen þriðji og Alonso fjórði. Hamilton hafði forystu í stigakeppni ökumanna með 107 stig. Alonso var með 103 stig og Raikkönen 100 stig. Strax frá fyrstu sekúndu var spennan gríðarlega mikil. Massa færði sig strax í veg fyrir Hamilton sem varð til þess að Raikkönen komst fram úr Bretanum. Hamilton missti í kjölfarið Alonso fram úr sér og varð svo mikið á að hann læsti bremsunum sínum og missti stjórn á bílnum í andartak. Fyrir vikið datt hann niður í sjöunda sæti. Á sjötta hring tók hann fram úr Heidfeld sem var í sjötta sæti. Eins og staðan var þá (Raikkönen annar, Alonso þriðji) var Hamilton á góðri leið með að verða meistari. En þá missti bíllinn skyndilega afl og Hamilton datt niður í átjánda sæti. Þetta þýddi að Alonso var á leið með að vinna heimsmeistaratitlinn. En ef Raikkönen kæmist fram úr liðsfélaga sínum, Felipe Massa, yrði hann heimsmeistari. Strax voru því getgátur um að Massa myndi hleypa Raikkönen fram úr sér. Hamilton setti allt á fullt og var aðeins örfáa hringi að vinna sig upp í tíunda sæti. Þá tók hann viðgerðarhlé og fékk lítið bensín og mýkstu dekkin. Hann kom út í fjórtánda sæti, vann sig upp um fimm sæti á fimmtán hringjum þar til hann kom aftur inn á viðgerðarsvæðið. Alonso náði að halda sinni stöðu í þriðja sæti keppninnar þrátt fyrir harða keppni við Robert Kubica. Pólverjinn var þó á annarri keppnisáætlun og þó svo að hann hefði tekið fram úr Alonso um miðbik keppninnar kom það ekki að sök á endanum. Massa fór inn í síðasta þjónustuhléið nokkrum hringjum á undan Raikkönen. Finninn reyndi hvað hann gat til að nýta tækifærið og vinna sér inn nægan tíma til að koma sér fram úr Massa. Það gekk upp og náði Raikkönen að koma sér út á brautina á undan Massa eftir sitt þjónustuhlé, þó það hefði staðið tæpt. Þegar þarna var komið var Hamilton í áttunda sæti en átti þó eftir að stoppa einu sinni enn á viðgerðarsvæðinu. Þetta virtist því afar vonlítið því hann hefði þurft að ná fimmta sæti til að tryggja sér titilinn. Hamilton tók sitt lokahlé þegar fjórtán hringir af keppninni og kom hann út í níunda sæti. Hann var reyndar ekki nema nokkrar sekúndur að taka fram úr David Coulthard sem var í áttunda sæti. En það dugði ekki til, samkvæmt stöðunni í keppninni þá hefði sjöunda sætið þurft til að skáka Alonso og fimmta sætið til að komast fram úr Raikkönen og tryggja titilinn. Hamilton náði reyndar að koma sér upp í sjöunda sætið en það dugði ekki til að vinna heimsmeistaratitilinn. Hann náði reyndar þá öðru sætinu í stigakeppni ökuþóra sem fyrr segir. Kimi Raikkönen gaf allt í botn í lokin. Hann ætlaði ekki að gefa neitt eftir síðustu hringina og ók hraðast allra á lokasprettinum. Þeir voru fáir sem reiknuðu með að Raikkönen myndi standa uppi sem sigurvegari en þökk sé hjálp Massa og klúðri Hamilton í dag hirti hann titilinn.
Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira