Viðskipti erlent

Vilja stöðva höfundarréttarbrot á Netinu

Google ætlar ekki að taka þátt í samstarfinu.
Google ætlar ekki að taka þátt í samstarfinu. MYND/AFP

Mörg af stærstu afþreyingar- og hugbúnaðarfyrirtækjum heims hafa ákveðið að bindast samtökum til að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á Netinu. Ætla fyrirtækin að notast við nýja hugbúnað sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hlaða ólöglegu og stolnu efni inn á Netið.

Meðal þeirra fyrirtækja sem standa að átakinu eru Viacom, Walt Disney, Microsoft og Myspace. Þá munu bandarísku sjónvarpsstöðvarnar Fox og CBS einnig taka taka þátt.

Dreifing á stolnu og ólöglegu efni á Netinu hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sérstaklega á þetta við um kvikmyndir og sjónvarpsefni.

Netsíðurnar Youtube og Google hafa hins vegar boðað að þær muni ekki taka þátt í samstarfinu. Á báðum netsíðunum má finna mikið magn af efni sem tekið er úr sjónvarpi og kvikmyndum. Forsvarsmenn Google segjast ætla að nota eigin hugbúnað til að koma í veg fyrir höfundarréttarbrot á sinni vefsíðu.

Sérfræðingar telja þó ólíklegt að netfyrirtækin tvö geti staðið lengi fyrir utan samstarfið og á endanum muni þau neyðast til að taka í notkun samræmdan hugbúnað sem lokar á ólöglegt efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×