Felipe Massa hefur samið Ferrari til ársins 2010 sem gefur til kynna að Fernando Alonso sé ekki á leið til liðsins að tímabilinu loknu.
Massa er 26 ára ökuþór frá Brasilíu og fór til Ferrari frá Sauber árið 2005. Hann hefur unnið þrjár keppnir á tímabilinu en á ekki lengur möguleika á meistaratitlinum. Lokakeppni tímabilsins fer fram um helgina á heimavelli hans, Interlagos-brautinni í Brasilíu.
Alls hefur hann fimm sinnum unnið á ferli sínum með Ferrari og ellefu sinnum lent í öðru eða þriðja sæti. Hann hefur átta sinnum verið á ráspól í keppnum sínum.