Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Guðjón Helgason skrifar 16. október 2007 13:52 Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira