Króginn er þeirra Jón Kaldal skrifar 16. október 2007 11:35 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun