Ný tækni margfaldar geymslugetu harðra diska 16. október 2007 11:07 Hitachi ætlar að framleiða harðan disk fyrir ferðatölvur sem hefur eitt þúsund gígabæta minni. MYND/AFP Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira