Innlent

Óskaði eftir stuðningi Íslands

Guðjón Helgason skrifar

Forsætisráðherra Albaníu óskaði í morgun eftir stuðningi Íslands við aðild Albana að Atlantshafsbandalaginu.

Sali Berisha, forsætisráðherra Albaníu, sótti ársfundar NATO þingsins sem lauk í Reykjavík í dag. Á fundi með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, snemma í morgun, óskaði hann eftir stuðningi Íslands við aðild Albaníu að Atlantshafsbandalaginu.

Berisha sagði Albaníu hafa verið dyggan bandamann NATO í 15 ár. Albanir hafi verið bandalaginu tryggir og útvegað því allt sem hægt var. Nú væti þeir þess að Albaníu verði boðin full aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra var ákveðið að á næsta leiðtogafundi í Búkarest í Rúmneníu í apríl á næsta ári yrði 3 ríkjum, Albaníu, Króatíu og Makedóníu, boðið að ganga í bandalagið.

Á fundi NATO þingsins í Reykjavík í dag sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvædastjóri bandalagsins, að ríkjunum þremur væri nú hjálpað eftir fresta megni að uppfylla skilyrði sem sett væru fyrir inngöngu. Á endanum væri það þó ákvörðun stjórnmálamanna hvort þeim yrði hleypt inn. Stækkun væri ekki tryggð - það ylti á framistöðu ríkjanna.

Framkvæmdastjórinn sagðist þó sannfærður um að ef ákveðið yrði að fjölga aðildarríkjunum um þessi þrjú væri stækkun NATO ekki lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×