Internetlén fyrir asíumarkað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 9. október 2007 10:49 Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén fyrst. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. Í febrúar næstkomandi er búist mikilli ásókn þegar almenningur fær að sækja um .asia lén. Á síðasta ári fékk DotAsia fyrirtækið opinbert leyfi til að setja upp lénið og þau fyrstu fara í notkun í mars á næsta ári. Vinna fyrirtækisins við verkefnið hófst árið 2000. Ólíkt öðrum lénafyrirtækjum ætlar DotAsia að bjóða upp lénaheiti sem fleiri en einn óska eftir þannig að hæstbjóðandi vinnur réttinn. Svæðið sem lénið nær til nær frá Ástralíu til Miðausturlanda. Um 20 fyrirtæki sem reka lén með landakóðum á svæðinu styðja .asia skráninguna. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið sem kemst á laggirnar. Hið fyrsta var evrópulénið .eu sem fór á markað í apríl á síðasta ári. Búist er við að svæðislén fyrir Afríku og Suður-Ameríku fylgi í kjölfarið. Lesley Cowley framkvæmdastjóri .uk lénsins Nominet sagði í viðtali við BBC að svæðisbundin lén gætu verið góður kostur vegna þess að margar þjóðir hefðu stranga skilmála um skráningu og notkun landaléna. Þá telur hann aukningu á lénum leiða til þess að fyrirtæki þurfi að ákveða hvort þau ætli að vernda vörumerki sín á þeim öllum. Þrátt fyrir fjölda tungumála sem talaður er í Asíu munu öll .asia lénin verða skrifuð með latneska stafrófinu líkt og .com og .uk. Í framtíðinni mun verða boðið upp á mismunandi stafróf, en DotAsia hefur ekkert gefið upp um hvenær það gæti orðið. Á sama tíma og .asia lénin fara í notkun mun fyrirtæki sem hefur eftirlit með internetheitum Icann (The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) setja í notkun nýtt kerfi sem leyfir að lén séu skrifuð með öðrum stafrófum. Þar á meðal verða lénaheiti á arabísku, persnesku, kínversku, rússnesku, grísku, kóresku, hebresku og japönsku. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén fyrst. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. Í febrúar næstkomandi er búist mikilli ásókn þegar almenningur fær að sækja um .asia lén. Á síðasta ári fékk DotAsia fyrirtækið opinbert leyfi til að setja upp lénið og þau fyrstu fara í notkun í mars á næsta ári. Vinna fyrirtækisins við verkefnið hófst árið 2000. Ólíkt öðrum lénafyrirtækjum ætlar DotAsia að bjóða upp lénaheiti sem fleiri en einn óska eftir þannig að hæstbjóðandi vinnur réttinn. Svæðið sem lénið nær til nær frá Ástralíu til Miðausturlanda. Um 20 fyrirtæki sem reka lén með landakóðum á svæðinu styðja .asia skráninguna. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið sem kemst á laggirnar. Hið fyrsta var evrópulénið .eu sem fór á markað í apríl á síðasta ári. Búist er við að svæðislén fyrir Afríku og Suður-Ameríku fylgi í kjölfarið. Lesley Cowley framkvæmdastjóri .uk lénsins Nominet sagði í viðtali við BBC að svæðisbundin lén gætu verið góður kostur vegna þess að margar þjóðir hefðu stranga skilmála um skráningu og notkun landaléna. Þá telur hann aukningu á lénum leiða til þess að fyrirtæki þurfi að ákveða hvort þau ætli að vernda vörumerki sín á þeim öllum. Þrátt fyrir fjölda tungumála sem talaður er í Asíu munu öll .asia lénin verða skrifuð með latneska stafrófinu líkt og .com og .uk. Í framtíðinni mun verða boðið upp á mismunandi stafróf, en DotAsia hefur ekkert gefið upp um hvenær það gæti orðið. Á sama tíma og .asia lénin fara í notkun mun fyrirtæki sem hefur eftirlit með internetheitum Icann (The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) setja í notkun nýtt kerfi sem leyfir að lén séu skrifuð með öðrum stafrófum. Þar á meðal verða lénaheiti á arabísku, persnesku, kínversku, rússnesku, grísku, kóresku, hebresku og japönsku.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira