Todt: Stepney tapaði glórunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 12:30 Todt hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney. Nordic Photos / Getty Images Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt." Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt."
Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira