Innlent

Fyrsta skýrslutakan á morgun

Andri Ólafsson skrifar
Á morgun fer fram fyrsta skýrslutaka lögreglu yfir Bjarna Hrafnkelssyni, sem setið hefur í eingangrun síðan 20. september þegar hann var handtekinn vegna gruns um að standa að stærsta fíkniefnasmygli Íslandssögunnar.

Lögreglan hefur farið sér rólega með Bjarna og einbeitt sér frekar að öðrum þáttum rannsóknarinnar á Fáskrúðsfjarðarmálinu. Lögreglumenn hafa verið erlendis við rannsókn á málinu og svo hafa þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem sigldu spíttskútunni til Íslands frá Noregi, verið stíft yfirheyrðir.

Á meðan hefur Bjarna Hrafnkelsson setið í klefa sínum á Litla-Hrauni, einangraður frá öllum nema fangavörðum og verjanda.

Ástæðan fyrir þessu verklagi er sú að lögregla vill, þegar skýrslutökur yfir Bjarna hefjast, hafa sem mest í höndunum. Játningar, vitnisburði og sönnunargögn. Gangi það eftir mun það reynast Bjarna erfitt neita sök í málinu eins og hann hefur gert síðan hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×