Innlent

Dauðadæmd sjávarpláss

Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, furðar sig á því í pistli á heimasíðu sinni að hvetja eigi fólk til að flytja burt úr atvinnuleysi með styrkjum. Tilefni orða hans er að stjórn atvinnuleysistryggingarsjóðs ákvað nýlega að bjóða 200 þúsund kr. styrki til búferlaflutninga fyrir atvinnulausa. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þennan styrk hafa verið í boði árum saman en hann hafi nýlega verið hækkaður og reglurnar einfaldaðar. Eiríkur Stefánsson sem var í 20 ár formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar segir best fyrir fólkið í veikustu byggðunum - að vita það strax að bæjunum er ekki viðbjargandi.

Stjórnmálamenn byggðu þetta kerfi fyrir útgerðarmennina, segir Eiríkur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×