Innlent

Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar

Guðjón Helgason skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í ræðupúlti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í ræðupúlti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi MYND/ENEX-CBS

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, hafi verið þar í haldi herforingjastjórnarinnar í mörg ár og friðsöm mótmæli andstæðinga ráðandi fylkingar barin niður með valdi. Þetta kom fram í ræðu utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi.

Í ræðu sinni ræddi ráðherra einnig nýlega heimsókn sína til Miðausturlanda og aðgerðir Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hún ræddi framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og laglði áherslu á að Íslendingar væru þar fulltrúar allra Norðurlandanna og nytu stuðnings þeirra til setu í ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×