Fótbolti

Íslensku stúlkurnar byrjuðu á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með íslenska U-19 liðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með íslenska U-19 liðinu. Mynd/Daníel

Íslenska U-19 kvennalandsliðið vann í dag sigur í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2008.

Ísland mætti Rúmeníu í dag og vann öruggan sigur, 4-0. Leikið er í Portúgal og unnu heimamenn sigur í hinum leik riðilsins, gegn Grikkjum með sama mun.

Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði fyrsta mark Íslands og Sara Björk Gunnarsdóttir bætti öðru við fyrir lok fyrri hálfleiks.

Fanndís Friðriksdóttir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Næst mætir Ísland liði Grikkja á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×