Hamilton ætlar að ræða við Alonso 27. september 2007 11:00 AFP Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina. Hamilton brást reiður við þegar Alonso keyrði hann út af brautinni í Spa kappakstrinum á Belgíu fyrir hálfum mánuði og nú þykir honum rétt að þeir félagarnir reyni að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. "Ég mun væntanlega ræða við hann því við höfum ekki talað saman síðan þetta gerðist. Ég hef mínar skoðanir á málinu og ef hann vill vera svona grimmur, get ég alveg verið það líka," sagði Bretinn ungi. "Við munum ekki gefa hvor öðrum neitt þarna úti, en ég ætla ekki að taka óþarfa áhættur með fíflaskap. Ég mun bara tryggja að ég verði á undan honum," sagði Hamilton. Nokkur ólga hefur verið í herbúðum McLaren á keppnistímabilinu og spennan milli þeirra Hamilton og Alonso ku vera orðin ansi mikil. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton segist ætla að setjast niður með félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren til að ræða keppnisáætlun sína fyrir Japanskappaksturinn um helgina. Hamilton brást reiður við þegar Alonso keyrði hann út af brautinni í Spa kappakstrinum á Belgíu fyrir hálfum mánuði og nú þykir honum rétt að þeir félagarnir reyni að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. "Ég mun væntanlega ræða við hann því við höfum ekki talað saman síðan þetta gerðist. Ég hef mínar skoðanir á málinu og ef hann vill vera svona grimmur, get ég alveg verið það líka," sagði Bretinn ungi. "Við munum ekki gefa hvor öðrum neitt þarna úti, en ég ætla ekki að taka óþarfa áhættur með fíflaskap. Ég mun bara tryggja að ég verði á undan honum," sagði Hamilton. Nokkur ólga hefur verið í herbúðum McLaren á keppnistímabilinu og spennan milli þeirra Hamilton og Alonso ku vera orðin ansi mikil.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira