Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. september 2007 09:40 Kate og Gerry McCann á leið til lögmanna sinna í London í síðustu viku. MYND/AFP Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan. Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan.
Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira