KR bikarmeistari kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2007 16:01 Olga Færseth, fyrirliði KR, með sigurlaunin í dag. Mynd/E. Stefán KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira