Grindavík og Fjölnir upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2007 15:30 Davíð Þór Rúnarsson og félagar í Fjölni fögnuðu Landsbankadeildarsætinu með stuðningsmönnum sínum. Mynd/E. Stefán Grindavík og Fjölnir tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla næsta tímabil. Grindavík vann Reyni, Sandgerði, á heimavelli með sex mörkum gegn engu og tryggðu sér þannig bæði toppsæti deildarinnar og úrvalsdeildarsætið með stæl. Ivan Firer skoraði tvö mörk fyrir Grindavík, Paul McShane, Marinko Skaricic, Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Helgason eitt hver. Fjölnir vann Þór með tveimur mörkum gegn engu og dugði þeim í dag sigurinn, óháð úrslitum annarra leikja. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni snemma yfir og Atli Viðar Björnsson bætti við öðru í síðari hálfleik. Þróttarar hefðu einnig getað tryggt sér sæti í efstu deild með sigri á ÍBV á Valbjarnarvelli. En Eyjamenn hafa haldið í vonina undanfarnar umferðir og eiga enn möguleika á sæti í úrvalsdeild eftir 2-1 sigur á Þrótti. Páll Hjarðar og Ian Jeffs skoruðu mörk Eyjamanna í fyrri hálfleik en Hjörtur Hjartarson minnkaði muninn með skallamarki sem kom eftir hornspyrnu á lokamínútum leiksins. Úrslitin í Grindavík þýða að Reynismenn eru svo gott sem fallnir. Þeir þyrftu að vinna Þrótt í lokaumferðinni með að minnsta kosti fimm marka mun og um leið þyrfti KA að tapa Þór norðan heiða. KA vann mikilvægan sigur á Leikni í dag og bjargaði sér þar með nánast frá falli. Víkingur Ólafsvík og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli og eru örugg með sæti sín sem og Njarðvík sem van 3-0 sigur á Fjarðabyggð. Þór og Leiknir sigla sömuleiðis lygnan sjó. Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Grindavík og Fjölnir tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla næsta tímabil. Grindavík vann Reyni, Sandgerði, á heimavelli með sex mörkum gegn engu og tryggðu sér þannig bæði toppsæti deildarinnar og úrvalsdeildarsætið með stæl. Ivan Firer skoraði tvö mörk fyrir Grindavík, Paul McShane, Marinko Skaricic, Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Helgason eitt hver. Fjölnir vann Þór með tveimur mörkum gegn engu og dugði þeim í dag sigurinn, óháð úrslitum annarra leikja. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni snemma yfir og Atli Viðar Björnsson bætti við öðru í síðari hálfleik. Þróttarar hefðu einnig getað tryggt sér sæti í efstu deild með sigri á ÍBV á Valbjarnarvelli. En Eyjamenn hafa haldið í vonina undanfarnar umferðir og eiga enn möguleika á sæti í úrvalsdeild eftir 2-1 sigur á Þrótti. Páll Hjarðar og Ian Jeffs skoruðu mörk Eyjamanna í fyrri hálfleik en Hjörtur Hjartarson minnkaði muninn með skallamarki sem kom eftir hornspyrnu á lokamínútum leiksins. Úrslitin í Grindavík þýða að Reynismenn eru svo gott sem fallnir. Þeir þyrftu að vinna Þrótt í lokaumferðinni með að minnsta kosti fimm marka mun og um leið þyrfti KA að tapa Þór norðan heiða. KA vann mikilvægan sigur á Leikni í dag og bjargaði sér þar með nánast frá falli. Víkingur Ólafsvík og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli og eru örugg með sæti sín sem og Njarðvík sem van 3-0 sigur á Fjarðabyggð. Þór og Leiknir sigla sömuleiðis lygnan sjó.
Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira