Portúgalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þarlend lögregluyfirvöld hafi farið út á ystu nöf með því að bendla foreldra Madeleine við dauða hennar. Efi á sakleysi McCann hjónanna hefur dvínað og almenningsálitið snúist þeim aftur í vil eftir að portúgalskur dómari neitaði að fyrirskipa að Kate skyldi snúa aftur til yfirheyrslu.
Fréttaritari Sky í Portúgal sagði að umfjöllunin væri á þá leið að ef lögreglan hafi haft rangt fyrir sér, myndi hún líta afar illa út í augum almennings.
Hjónin verða líklega yfirheyrð af breskrum lögregluyfirvöldum í stað þess að vera send til yfirheyrslu í Portúgal.
Talsmaður fjölskyldunnar segir að ekki hafi borist beiðni um yfirheyrslu. Hann sagði einnig að athyglin yrði að beinast sem fyrst aftur að leitinni að stúlkunni.
Ekkert hefur spurst til Madeleine í 138 daga, en hún hvarf 3. maí síðastliðinn.
Portúgalska lögreglan á ystu nöf?

Mest lesið


Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent





„Þetta verður ekki auðvelt“
Erlent


