Hússtjórnarkerfi vinsæl 17. september 2007 15:00 Skarphéðinn segir ýmsar gerðir hússtjórnarkerfa í boði. Möguleikarnir séu nánast óendanlegir. MYND/vilhelm Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð. „Fyrir fimm árum mátti telja á fingrum annarrar handar uppsetningar á hússtjórnarkerfum í einkahíbýlum," segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson, sem selur slík kerfi í gegnum verslun sína Prodomo. „Nú er þetta orðið daglegt brauð, sem ræðst af því að fólk hefur meira á milli handanna og leggur meira í húsin sín til að auka þægindin. Það gerir sér líka betur grein fyrir að kerfin auka verð- og notagildi húsa." Til marks um þetta bendir Skarphéðinn á að sumir byggingarverktakar geri ráð fyrir hússtjórnarkerfum í öllum húsum sem þeir byggja eða bjóði kaupendum í það minnsta upp á uppsetningu þeirra. Ástæðuna segir hann vera þá að gera þurfi ráð fyrir svona kerfum strax í upphafi, þar sem þau séu ekki sett upp eftir á. „Það er þó ekkert mál að leggja svona kerfi," segir hann. „Forritunarvinnan er það sem komið er umfram hefðbundna vinnu. Í hana þarf töluverða kunnáttu og við höfum fagmenn á okkar snærum sem sjá um það. Það er eini munurinn vinnulega séð." Ekki nóg með að kerfin séu auðveld í uppsetningu heldur eru þau tiltölulega einföld í notkun þar sem stöðugt er unnið að því að gera þau notendavænni að sögn Skarphéðins. „Alltaf er verið að bæta grunneiningarnar, sem lækka um leið í verði og eins vegna samkeppni á markaðnum. Áður stjórnaði maður hljóðkerfum, lýsingu, gólfhita, rafdrifnum gluggatjöldum og svo framvegis með hnöppum. Nú er það til dæmis gert með snertiskjá og þráðlausum fjarstýringum. Allar stillingar eru síðan merktar í bak og fyrir, enda oft hægt að velja á milli margra aðgerða fyrir eitt rými. Þetta er alls ekki flókið." Og ef marka má Skarphéðin er þetta það sem koma skal. Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð. „Fyrir fimm árum mátti telja á fingrum annarrar handar uppsetningar á hússtjórnarkerfum í einkahíbýlum," segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson, sem selur slík kerfi í gegnum verslun sína Prodomo. „Nú er þetta orðið daglegt brauð, sem ræðst af því að fólk hefur meira á milli handanna og leggur meira í húsin sín til að auka þægindin. Það gerir sér líka betur grein fyrir að kerfin auka verð- og notagildi húsa." Til marks um þetta bendir Skarphéðinn á að sumir byggingarverktakar geri ráð fyrir hússtjórnarkerfum í öllum húsum sem þeir byggja eða bjóði kaupendum í það minnsta upp á uppsetningu þeirra. Ástæðuna segir hann vera þá að gera þurfi ráð fyrir svona kerfum strax í upphafi, þar sem þau séu ekki sett upp eftir á. „Það er þó ekkert mál að leggja svona kerfi," segir hann. „Forritunarvinnan er það sem komið er umfram hefðbundna vinnu. Í hana þarf töluverða kunnáttu og við höfum fagmenn á okkar snærum sem sjá um það. Það er eini munurinn vinnulega séð." Ekki nóg með að kerfin séu auðveld í uppsetningu heldur eru þau tiltölulega einföld í notkun þar sem stöðugt er unnið að því að gera þau notendavænni að sögn Skarphéðins. „Alltaf er verið að bæta grunneiningarnar, sem lækka um leið í verði og eins vegna samkeppni á markaðnum. Áður stjórnaði maður hljóðkerfum, lýsingu, gólfhita, rafdrifnum gluggatjöldum og svo framvegis með hnöppum. Nú er það til dæmis gert með snertiskjá og þráðlausum fjarstýringum. Allar stillingar eru síðan merktar í bak og fyrir, enda oft hægt að velja á milli margra aðgerða fyrir eitt rými. Þetta er alls ekki flókið." Og ef marka má Skarphéðin er þetta það sem koma skal.
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira