Viðskipti erlent

iTunes með kaffibollanum

Viðskiptavinir Starbucks með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes geta nú tengst þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks.
Viðskiptavinir Starbucks með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes geta nú tengst þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks.

Tölvurisinn Apple og kaffihúsakeðjan Starbucks hafa náð samningi sem gerir viðskiptavinum með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes kleift að tengjast þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks. Hingað til hafa viðskiptavinir þurft að greiða fyrir Wi-Fi þráðlaust internetsamband hjá Starbucks, en frá og með 2. október verður þjónustan frí inni á Starbucks. Samningurinn nær strax til 600 Starbucks-kaffihúsa í New York og Seattle, en mun taka gildi í fleiri borgum Bandaríkjanna á þessu og næsta ári.

Með samningnum vonast Starbucks og Apple til að auka sölu sína, og segist Steve Jobs, forstjóri Apple, viss um að fólk muni fagna þessari nýju blöndu kaffis og iPods. Starbucks reiknar með að fá inn nýjan hóp viðskiptavina; einkum þá sem nota nýjustu iPodana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×