Segja Hörpuna í Bandaríkjunum 16. september 2007 19:28 MYND/Valgarður Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira