Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu 16. september 2007 13:50 NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira