Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu 16. september 2007 13:50 NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag. Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag.
Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira