Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði 10. september 2007 14:42 Frá hamagangi á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á mörkuðum í Evrópu. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum og ætla síðar í dag að rýna í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans. Þar á meðal er Frederic Mishkin, hagfræðingur og einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Ásamt Mishkin munu tveir aðrir stjórnendur bankans ræða um efnahagslíf vestanhafs og stöðuna á fjármálamarkaði. Fjárfestar munu rýna vel í orð þeirra um stöðuna auk þess sem þeir vonast til að sjá þreifingar bankans í þá átt að lækka stýrivexti. Bankastjórnin hefur hins vegar ekkert gefið upp um næstu skref að öðru leyti en því að hann muni gera hvað hann geti til að koma til móts við fjármálafyrirtæki sem mörg hver glími við lausafjárskort, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi hlutabréfa hefur bæði hækkað og lækkað eftir að markaðir opnuðu. Nú er staðan sú að Dow Jones hefur lækkað um rúm 0,2 prósent, Nasdaq lækkað um rúm 0,6 prósent og S&P lækkað um 0,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á mörkuðum í Evrópu. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum og ætla síðar í dag að rýna í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans. Þar á meðal er Frederic Mishkin, hagfræðingur og einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Ásamt Mishkin munu tveir aðrir stjórnendur bankans ræða um efnahagslíf vestanhafs og stöðuna á fjármálamarkaði. Fjárfestar munu rýna vel í orð þeirra um stöðuna auk þess sem þeir vonast til að sjá þreifingar bankans í þá átt að lækka stýrivexti. Bankastjórnin hefur hins vegar ekkert gefið upp um næstu skref að öðru leyti en því að hann muni gera hvað hann geti til að koma til móts við fjármálafyrirtæki sem mörg hver glími við lausafjárskort, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi hlutabréfa hefur bæði hækkað og lækkað eftir að markaðir opnuðu. Nú er staðan sú að Dow Jones hefur lækkað um rúm 0,2 prósent, Nasdaq lækkað um rúm 0,6 prósent og S&P lækkað um 0,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent