Innlent

Jafnlaunastefna KÍ úrelt

Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur efast um að opinbert kerfi leikskóla þrífist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands. Hún segir jafnlaunastefnu Kennarasambandsins úrelta í þjóðfélaginu í dag.

Um 300 börn eru búin að fá pláss hjá leikskólum Reykjavíkur en geta ekki nýtt þau vegna manneklu. Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi hjá Kópavogsbæ, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa slíkar tölur á takteinum og þverneitaði því að loka hafi þurft deildum - þótt annað segi þessir miðar sem hanga uppi í leikskólanum Hvarfi í Kópavogi.

Þetta ástand hefur ríkt mörg undanfarin haust og nokkuð nýjan tón kvað í grein sem Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður Leikskólaráðs, skrifaði í vikunni - hún segist vera að kalla á umræðu um nýjar leiðir.

Í fyrsta lagi vill Þorbjörg skoða einkarekstur, í öðru lagi kanna vilja atvinnurekenda til að opna leikskóla fyrir sína starfsmenn og í þriðja lagi kanna hvort Reykjavíkurborg getur bætt kjör starfsfólks á leikskólum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×