Einhliða upptaka ekki sniðug 7. september 2007 18:00 Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni. Evruumræðan blossar reglulega upp í íslensku samfélagi. Viðskiptaráðherra segir mikinn þrýsting frá atvinnulífinu um upptöku evru, en vill það samhliða inngöngu í Evrópusambandið, forsætisráðherra finnur ekki þann þrýsting og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í gær bölvaða vitleysu að ræða einhliða upptöku evru. Ný rödd bættist í umræðuna í dag þegar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings sagði: "Ég held það sé þannig að það séu margir sem að vilja ekki ganga í Evrópubandalagið eða Efnahagsbandalagið en ég held að það sé ekki vegna þess að menn vilja ekki taka upp gjaldmiðilinn. Þannig að ef að það er raunverulegur möguleiki að taka evruna upp einhliða eins og mér sýnist bara hreinlega vera hægt að þá held ég að menn eigi að skoða það alveg fordómalaust." Það eru ekki síst gengissveiflurnar sem angra atvinnulífið. Síðustu tvö ár hefur evran farið lægst í tæpar 73 krónur, hæst í nærri 95 krónur og stendur þessa dagana í um 88 krónum. En hvað þýðir þetta til dæmis fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu? Tveggja manna herbergi á hóteli hér í bæ kostar 180 evrur. Slík herbergi eru gjarnan pöntuð með löngum fyrirvara. Í nóvember 2005 hefði herbergið skilað hótelinu 13.100 krónum, í júní í fyrra hefðu hins vegar komið 17.000 krónur í kassann en núna skilar það 15.800 krónum. Sigurður hjá Kaupþingi er sannfærður um að evra yrði til hagsbóta fyrir bæði atvinnulífið og þjóðina. Gylfi Arnbjörnsson Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni. Evruumræðan blossar reglulega upp í íslensku samfélagi. Viðskiptaráðherra segir mikinn þrýsting frá atvinnulífinu um upptöku evru, en vill það samhliða inngöngu í Evrópusambandið, forsætisráðherra finnur ekki þann þrýsting og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í gær bölvaða vitleysu að ræða einhliða upptöku evru. Ný rödd bættist í umræðuna í dag þegar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings sagði: "Ég held það sé þannig að það séu margir sem að vilja ekki ganga í Evrópubandalagið eða Efnahagsbandalagið en ég held að það sé ekki vegna þess að menn vilja ekki taka upp gjaldmiðilinn. Þannig að ef að það er raunverulegur möguleiki að taka evruna upp einhliða eins og mér sýnist bara hreinlega vera hægt að þá held ég að menn eigi að skoða það alveg fordómalaust." Það eru ekki síst gengissveiflurnar sem angra atvinnulífið. Síðustu tvö ár hefur evran farið lægst í tæpar 73 krónur, hæst í nærri 95 krónur og stendur þessa dagana í um 88 krónum. En hvað þýðir þetta til dæmis fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu? Tveggja manna herbergi á hóteli hér í bæ kostar 180 evrur. Slík herbergi eru gjarnan pöntuð með löngum fyrirvara. Í nóvember 2005 hefði herbergið skilað hótelinu 13.100 krónum, í júní í fyrra hefðu hins vegar komið 17.000 krónur í kassann en núna skilar það 15.800 krónum. Sigurður hjá Kaupþingi er sannfærður um að evra yrði til hagsbóta fyrir bæði atvinnulífið og þjóðina. Gylfi Arnbjörnsson
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira