
Golf
Byrd í forystu á BMW mótinu

Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum.