Viðskipti erlent

Apple biðst afsökunar

Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×