Segist geta sannað að Harpa hafi verið seld 6. september 2007 14:30 MYND/Valli Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur. Bátsins er nú leitað til að hægt sé að bjóða hann upp. „Það er minnsta málið að sanna hvenær ég seldi bátinn," segir Jónas í samtali við Vísi. Það myndi hann hins vegar ekki gera í fjölmiðlum. Jónas sagði fyrir héraðsdómi að báturinn hefði verið í hans eigu en nú segist hann hafa átt við það að báturinn hafi einhverntíma verið eign hans. Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust þegar Harpa strandaði á Skarfaskeri haustið 2005, segist engan trúnað leggja á það að Jónas hefði selt Hörpuna í byrjun árs 2006. Hann segir alla þá sem hlýddu á mál Jónasar fyrir dómi hafa lagt þann skilning í orð hans að hann væri eigandi Hörpu á þeim tíma. Jóhannes bendir á að þar fyrir utan hafi Jónas farið með alla málsaðila og sýnt bátinn þegar málið var fyrir héraðsdómi. „Ég átti löng samtöl við Jónas um hvort og hvernig væri hægt að gera við Hörpu." Jóhannes segir að á þeim tíma hafi öllum skilist að Jónas væri eigandinn og að hann hyggðist gera bátinn upp sjálfur. Harpa var tekin í löggeymslu í október 2006 eftir að dómur féll í máli gegn Jónasi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hins vegar var ekki farið fram á kyrrsetningarkröfu áður en málið fór fyrir dóm. „Ef Jónas vill sýna fram á það með einhverjum gögnum að hann hafi verið búinn að selja bátinn áður en hann var settur í löggeymslu þá er honum velkomið að koma þeim á skrifstofu mína, hann veit hvar þær eru til húsa," segir Jóhannes R. Jóhannsson að lokum. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur. Bátsins er nú leitað til að hægt sé að bjóða hann upp. „Það er minnsta málið að sanna hvenær ég seldi bátinn," segir Jónas í samtali við Vísi. Það myndi hann hins vegar ekki gera í fjölmiðlum. Jónas sagði fyrir héraðsdómi að báturinn hefði verið í hans eigu en nú segist hann hafa átt við það að báturinn hafi einhverntíma verið eign hans. Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust þegar Harpa strandaði á Skarfaskeri haustið 2005, segist engan trúnað leggja á það að Jónas hefði selt Hörpuna í byrjun árs 2006. Hann segir alla þá sem hlýddu á mál Jónasar fyrir dómi hafa lagt þann skilning í orð hans að hann væri eigandi Hörpu á þeim tíma. Jóhannes bendir á að þar fyrir utan hafi Jónas farið með alla málsaðila og sýnt bátinn þegar málið var fyrir héraðsdómi. „Ég átti löng samtöl við Jónas um hvort og hvernig væri hægt að gera við Hörpu." Jóhannes segir að á þeim tíma hafi öllum skilist að Jónas væri eigandinn og að hann hyggðist gera bátinn upp sjálfur. Harpa var tekin í löggeymslu í október 2006 eftir að dómur féll í máli gegn Jónasi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hins vegar var ekki farið fram á kyrrsetningarkröfu áður en málið fór fyrir dóm. „Ef Jónas vill sýna fram á það með einhverjum gögnum að hann hafi verið búinn að selja bátinn áður en hann var settur í löggeymslu þá er honum velkomið að koma þeim á skrifstofu mína, hann veit hvar þær eru til húsa," segir Jóhannes R. Jóhannsson að lokum.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira