Innlent

Á enginn skyrnafnið

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Það á enginn einkaleyfi á því að selja skyr undir nafninu skyr, segir framkvæmdastjóri Mjólku sem hyggst setja skyr á markað fyrir áramót. Hann vill að stjórnvöld beiti sér fyrir því að Íslendingar fái upprunavernd á þessa hvítu mjólkurafurð.

Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær íhugar Mjólkursamsalan að kæra Sigurð Hilmarsson skyrframleiðanda í Bandaríkjunum fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi's skyr en Samsalan á einkarétt á því að nota vörumerkið skyr á heimsvísu. Sigurður sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Mjólka er eini keppinautur Mjólkursamsölunnar - og finnst þetta ekki sniðugt.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, vill að stjórnvöld beiti sér fyrir því að Íslendingar fái upprunavernd fyrir skyr og eigi þetta vörumerki.

Mjólka hefur verið að gera tilraunir með óhrært skyr og hyggst koma því á markað fyrir áramót og ætlar - þvert á vörumerkjavernd MS - að nota skyrnafnið.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×