Innlent

Skólanemar streyma í strætó

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Farþegum Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fjórðung á þessu hausti - þökk sé fríkortinu sem sveitarfélögin ákváðu að gefa framhalds- og háskólanemum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Strætó.

Beinharðar tölur um fjölda þeirra sem eru að taka strætó nú í haust samanborið við undanfarin ár eru ekki komnar í hús. En sterkar vísbendingar eru um að tilraun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga farþegum með því að gefa framhalds- og háskólanemum frítt í strætó sé að lukkast. Að sögn Reynis Jónssonar framkvæmdastjóra Strætó er aukningin umtalsverð. Það sér hann á því að menn þurftu að senda 2-3 aukavagna á fjölmennustu leiðirnar á mestu annatímum á morgnana strax þegar framhaldsskólarnir byrjuðu, en ekki 1-2 eins og verið hefur undanfarin ár. Og það þrátt fyrir þéttari tíðni en var í fyrra en á helstu leiðum gengur strætó núna á kortersfresti en ekki 20 mínútna. Um 30 þúsund strætókort fyrir framhalds- og háskólanema voru gefin út í haust - og Reynir telur að um tveir þriðju þeirra séu nú þegar gengnir út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×