Viðskipti erlent

Eftirvænting eftir næstu kynslóð iPod

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Nýji iPodinn verður kynntur á morgun.
Nýji iPodinn verður kynntur á morgun.

Apple mun kynna sjöttu kynslóð iPod spilaranna vinsælu á morgun. Miklar vangaveltur hafa spunnist út um í hvaða átt tæknirisinn Apple sé að þróa spilarann.

Talið er víst að nýi iPodinn muni svipa mikið til hins margumtalaða iPhone síma. Með stórum snertiskjá og jafnvel innbyggðu stafrænu útvarpi.

Líklegt þykir að hann verði búinn hinu svokallaða Flash minni sem mun vera mjög orkusparandi, einnig verði hægt að kaupa tónlist beint í spalarann frá iTunes netversluninni í gegnum þráðlausa nettengingu.

Spilarinn verður kynntur í sjónvarpsmiðstöð BBC á morgun og þykir sérfræðingum það benda til þess að einnig verði tilkynnt um að efni frá BBC verði fáanlegt til niðurhals hjá iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×