Innlent

Fjármálaráðherra ber ábyrgðina

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Langur fundur fjárlaganefndar í morgun um Grímseyjarferju staðfesti subbuskapinn í stjórnsýslunni, að mati Bjarna Harðarsonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Klúðrið má rekja til galopinnar heimildar fjármálaráðuneytisins, að mati Bjarna sem segir þáverandi og núverandi fjármálaráðherra bera ábyrgð á málinu.

Fundur fjárlaganefndar um Grímseyjarferju stóð á fjórðu klukkustund, um tveimur tímum lengur en áætlað var. Fulltrúar Ríkiskaupa, samgönguráðuneytis og Einar Hermannsson skipaverkfræðingur sátu þar fyrir svörum en Einar er eini maðurinn sem samgönguráðherra hefur dregið til ábyrgðar í málinu. Hann var ósáttur að fundi loknum enda kom þar fram að nefndin teldi það ekki á sínu verksviði að taka sjálfstæða afstöðu til ábyrgðar hans í málinu, eins og Einar hafði óskað eftir.

 

 

Þáverandi er Geir H. Haarde forsætisráðherra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×