Viðskipti erlent

NBC slítur samstarfi við Apple

Um 40% af niðurhali má rekja til NBC Universal.
Um 40% af niðurhali má rekja til NBC Universal.

NBC Universal hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Apple iTunes um sölu á stafrænu niðurhali sjónvarpsþátta þar sem ekki náðist samkomulag um verðlag.

NBC Universal er stjórnað af General Electric-samsteypunni og er einn helsti söluaðili stafrænna vefmyndbanda. Talið er að um 40% af niðurhali sé frá þeim komið. Ákvörðun NBC undirstrikar þá spennu sem verið hefur á milli Apple og fjölmiðlafyrirtækja sem eru ósátt við að hafa ekki meira að segja um verðlag á tónlist og myndböndum sem frá þeim koma. Stutt er síðan Vivendi's Universal Music Group neitaði að skrifa undir langtímasamning við iTunes og er því ljóst að óánægju gætir með núverandi ástand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×