Erlent

Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann átti fjögurra ára afmæli nokkrum dögum eftir að hún hvarf.
Madeleine McCann átti fjögurra ára afmæli nokkrum dögum eftir að hún hvarf.
Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið.

Fréttirnar beinast nær allar að því að það séu foreldrarnir sem beri ábyrgð á hvarfi hennar.

Fyrir nokkrum dögum var því slegið upp að sérþjálfaðir leitarhundar hefðu fundið lykt af líki á bíllyklum foreldrana. Og nú er því haldið fram að sprautunál hafi fundist í íbúðinni. Í nálinni hafi verið svefnlyf. McCann hjónin eru bæði læknar. Niðurstaða fjölmiðlanna er sú að hjónin hafi sprautað svefnlyfi í börn sín til þess fá frið til þess að fara út að borða.

Þau hafi gefið Madeleine of stóran skammt, sem hafi dregið hana til dauða. Þau hafi þá sjálf komið líkinu undan og falið það, til þess að ekki kæmist upp um þau. Vinir hjónanna segja að þetta sé viðurstyggilegur þvættingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×