Innlent

Ástæðulaus ótti vísindamanna

Ástæðulaus ótti, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um áhyggjur jarðvísindamanna af skjálftavirkni og leka við fyrirhugaðarar virkjanir í Þjórsá..Hann segir að nokkur þúsund ára þéttur sandbotn muni varna leka í farvegi árinnar.

Tveir jarðvísindamenn lýstu áhyggjum sínum af virkjunum í Þjórsá í fréttum okkar í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur svæðið ekki öruggt - og að ef til vill verði virkjun árinnar of dýrkeypt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir jarðfræðingur sagðist ekki skilja hvernig hægt væri að þétta botn lónanna þannig að þau leki ekki. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að mannvirkin verði örugg og engin hætta verði á ferðum. Þá verði mannvirkin hönnuð svo þau geti staðist skjálfta á borð við þá stærstu sem orðið hafa á Suðurlandi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×