Viðskipti erlent

Sony-tækin send í endurvinnslu

Hvað skal gera við úreltu tölvuna?
Hvað skal gera við úreltu tölvuna?

Sony áætlar að bjóða Bandaríkjamönnum upp á endurvinnslu á vörum frá fyrirtækinu. Þetta gæti orðið til nokkurrar hugarfarsbreytingar hjá fyrirtækjum í rafeindaiðnaði um hvernig hugað er að rusli.

Viðskiptavinir geta farið með sjónvörp, hljómtæki, fartölvur og hvaðeina í „Waste Management" sem er nokkurs konar Sorpa Bandaríkjamanna. Frá og með 15. september tekur fyrirtækið við vörum frá Sony án endurgjalds.

Einnig er í burðarliðnum að koma á nokkurs konar póstkerfi fyrir þá sem vilja senda hlutina í endurvinnslu.

Þetta er einstakt framtak í Bandaríkjunum en Sony og fleiri fyrirtæki hafa haldið því fram að endurvinnsla rafeindabúnaðar væri of erfið og kostnaðarsöm.

Til að mynda kostar allt að 60 dollara að taka í sundur og endur- vinna gamalt sjónvarpstæki. Svo er eftir að sjá hversu miklu þetta framtak skilar, það er hversu margir endurunnir hlutir fara í ný tæki og hve mikið verður urðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×