Viðskipti erlent

Googlaðu geiminn

Stjörnurnar Vega, Síríus og Kapella í Ökumanninum munu skína skært á tölvuskjánum í framíðinni. Google Sky er ný viðbót við Google Earth sem gerir notendum kleift að skoða yfirborð jarðar í þrívídd. 

Áhugamenn um stjörnuskoðun geta nú skoðað um eina milljón stjörnur og um 200 milljónir sólkerfa í tölvunni sinni.

Kerfið notast við myndir sem teknar hafa verið með Hubble stjörnusjónaukanum. Til að skoða stjörnurnar í tölvunni þarf að hlaða Google Earth inn og bæta Google Sky við.

Það er fréttavefur BBC sem greinir frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×