Sveiflukenndur dagur á Wall Street 21. ágúst 2007 21:12 Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AFP Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira