Viðskipti erlent

Fjarskiptakerfi endurreist í Perú

Teymi tæknimanna er komið til Perú til að reisa við fjarskiptakerfi í landinu sem rústaðist í jarðskjálftunum sem hafa riðið yfir landið undanfarna daga. Komið verður upp gervihnattasambandi og þráðlausu neti á þeim svæðum sem fóru hvað verst út úr skjálftanum. Fjarskiptaleysi hefur hamlað björgunaraðgerðir mikið.

Fyrsti jarðskjálftinn mældist átta á Richter-kvarða og nokkrir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Yfir 500 manns létust í hamförunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×