Erlent

Blóðið ekki úr Madeleine litlu

Óli Tynes skrifar
Madeleine Mcann.
Madeleine Mcann.
Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni.

Portúgalskt dagblað hefur eftir stjórnanda rannsóknarinnar að þeir telji sig vita að Madeleine hafi verið myrt og hver myrti hana. Blaðið segir að lögregluforinginn hafi sagt að þeir hafi aldri áður í rannsókninni haft jafn sterkar vísbendingar um hvernig þetta gekk fyrir sig.

Nú eru liðnir 104 dagar síðan Madeleine McCann hvarf, nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×